Trefjar eru ómissandi fyrir heilbrigða meltingu. Hins vegar vantar heilmikið upp á að meðaleinstaklingur neyti þess ráðlagða dagskammts sem líkaminn þarfnast, þ.e. 25-30 gramma.
Hafra- og eplatrefjarnar eru bragðgóð og auðveld leið til að stuðla að aukinni dagsneyslu á trefjum og heilbrigðri meltingu*. Þær innihalda einstaka blöndu af leysanlegum og óleysanlegum trefjum, eru án sykurs** og innihalda engin gervisætuefni.
Hafra- og eplatrefjarnar innihalda vel samsetta trefjablöndu úr sex náttúrulegum trefjagjöfum: eplum, höfrum, maís, sítrusávöxtum, kaffifíflum og sojabaunum. Þannig geta þær hjálpað til við að styðja við vöxt heilnæmrar bakteríuflóru í meltingarveginum.
Helstu einkenni og kostir:
- 5 g af trefjum í skammti.
- 6 náttúrulegir trefjagjafar.
- 18 hitaeiningar í skammti.
- Án sykurs.**
- Án gervisætuefna.
- Innihalda leysanlegar og óleysanlegar trefjar.
Notkunarleiðbeiningar:
Blandið einni mæliskeið (6,8 g) saman við 150 ml af vatni þar til kekkjalaus drykkur hefur myndast. Annar valkostur er að bæta einni mæliskeið út í eftirlætismáltíðardrykkinn. Notið þessa vöru sem hluta af vel samsettu og fjölbreyttu mataræði og heilnæmum og virkum lífsstíl.
* Trefjar úr höfrum stuðla að auknu rúmmáli hægða.
** Innihalda 0,1 g af náttúrulegum sykri.