top of page

Skilmálar

Herbalife Nutrition fyrirtækið er byggt á traustum grunni, stofnað árið 1980 í Los Angeles í Bandaríkjunum og hóf formlega starfsemi á Íslandi árið 1999.Við leggjum okkar metnað í að bjóða fyrsta flokks þjónustu. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu.

 

1. SKILMÁLAR

Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Herbalife Nutrition til neytanda. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskiptinu á netinu.

 

2. SKILGREININGAR

Seljandi er sjálfstæður meðlimur Herbalife Nutrition og er sérstaklega tilgreindur neðst á vefsíðnni. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera a.m.k. 18 ára.

 

3. SKILARÉTTUR

Herbalife Nutrition hefur alla tíð boðið 30 daga skilarétt á öllum vörum. Hægt er að skila vörum til seljanda og gildir einu þó varan hefur verið opnuð og hluta hennar neytt gegn því að undirrita þar til gert eyðublað. Seljanda er skylt að endurgreiða vöru að fullu að framangreindum skilyrðum uppfylltum.

 

4. VERÐ OG VERÐBREYTINGAR

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti ýmist 11% eða 24% og birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur seljandi sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.

 

Við upplýsum viðskiptavini okkar um ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum uppá að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun seljandi endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

 

5. PERSÓNUVERND

Seljandi fer með allar upplýsingar sem algört trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti. Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu. Til þess að styðja við þjónustu okkar eru upplýsingar um sölu í netverslun vistaðar í 40 daga og þá gerðar ópersónugreinanlegar.

 

6. SENDINGAMÖGULEIKAR OG KOSTNAÐUR

Frí heimsending hvert á land sem er.

 

7. AFHENDINGARTÍMI

Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Pöntun er send með Íslandspósti.

 

8. ÖRYGGI

Það er 100% öruggt að versla í netverslun sjálfstæðra Herbalife Nutrition meðlima. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.

 

9. GREIÐSLUMÖGULEIKAR

Hægt er að greiða með pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Valitor.  Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Work-At-Herbalife-Nutrition-jobs.png

Ertu með spurningar?

Sendu á okkur tölvupóst og við munum svara

innan 24 stunda.

bottom of page