Dekraðu við húðina með gjöfulum og kremkenndum leirmaska með upplífgandi ilmi af garðmintu og rósmaríni. Hreinsandi mintuleirmaskinn er gæddur hreinsunar- og frásogshæfni bentónítleirs. Þannig hjálpar hann til við að fjarlægja óhreinindi og dregur í sig umframfitu. Í klínískum prófunum hefur verið sýnt fram á að maskinn bætir útlit á svitaholum húðarinnar strax eftir eina notkun.*
Helstu einkenni og kostir:
- Án viðbættra parabena.
- Án viðbættra súlfata.
- Prófaður af húðsjúkdómafræðingi.
- Hentar fyrir allar húðgerðir.
- Undirbýr húðina til að nýta betur ávinninginn af húðdropum og rakakremum úr Herbalife Skin úrvalinu.
- Grimmdarlaus vara.
Notkunarleiðbeiningar:
Berið á húðina eftir notkun á hreinsimjólk. Notið húðdropa og rakakrem að meðferðinni lokinni. Notið einu sinni til þrisvar í viku.
* Prófun á þátttakendum fór þannig fram að sérfræðingur í sjónrænu mati gaf einkunn fyrir útlit á svitaholum húðarinnar strax eftir notkun. Meðalbati umsvifalaust eftir notkun var 35%.