Hugmyndina að Formula 1 Sport má rekja til hins hefðbundna Formula 1 máltíðardrykkjar, sem var brautryðjandinn í vöruúrvali fyrirtækisins. Efnablandan hefur verið sérstaklega aðlöguð að einstökum næringarþörfum íþróttafólks.
Formula 1 Sport er vel samsett og heilnæm máltíð sem sameinar þægindi, úrvalsgott bragð og frábæra næringu, allt í einum máltíðardrykk. Með blöndu af kolvetnum, hágæðapróteini, trefjum, vítamínum og steinefnum er Formula 1 Sport kjörin máltíð á undan erfiðri áreynslu.
Helstu einkenni og kostir:
- 18 g af hágæðapróteini (kasín- og mysupróteini).
- 219 kkal í skammti.
- Silkimjúkt vanillubragð.
- Inniheldur C- og E-vítamín og selen.
- Án gervilitarefna, gervirotvarnarefna eða gervisætuefna.
Notkunarleiðbeiningar:
Hristið dósina varlega fyrir notkun því innihaldið gæti hafa sest til. Blandið 2 mæliskeiðum (26 g) af Formula 1 Sport saman við 250 ml af léttmjólk (með 1,5% fitu) þar til drykkurinn er orðinn silkimjúkur! Gæða má sér á Formula 1 Sport daglega sem nærandi máltíð.
Til þyngdarstjórnunar: Drekkið máltíðardrykk tvisvar á dag í stað máltíða og borðið eina næringarríka máltíð.
Til að tryggja sér heilnæma næringu: Drekkið máltíðardrykk einu sinni á dag í stað máltíðar og borðið tvær næringarríkar máltíðir.
Allar Herbalife24® vörurnar hafa verið vandlega prófaðar fyrir bönnuðum efnum af óháðum þriðja aðila.
Notið þessa vöru sem hluta af vel samsettu og fjölbreyttu mataræði og heilnæmum og virkum lífsstíl.